Veiðihúsið

Ljárskógar

Veiðihúsið Ljárskógar

Veiðihúsið við Fáskrúð er staðsett á jörðinni Ljárskógar, sem liggur að suðurbakka Fáskrúðar. Aðbúnaður í veiðihúsinu er eins og best verður á kosið með rúmum fyrir 6-7 veiðimenn, ríkulega útbúnu eldhúsi, góðri borðstofu og stofu með arni og frábæru útsýni yfir Hvammsfjörð. Rúmgóð vöðlugeymsla er í húsinu og auk þess gufubað þar sem veiðimenn geta slakað á eftir ánægjulegan veiðidag. 

Veiðihús Fáskrúð gps hnit: Hnit: 65° 9.742’N, 21° 41.746’W (ISN93: 373.646, 520.796)