Laxveiðiáin

Fáskrúð í Dölum

Áramótastrengur - Fáskrúð í Dölum
Miðfljót - Fáskrúð

Um Fáskrúð

Fáskrúð í Dölum er einstaklega falleg, fjölbreytt og skemmtileg laxveiðiá í stórbrotnu umhverfi. Hún á upptök sín á Gaflfellsheiði tugi kílómetra frá sjó og fellur svo til sjávar í Hvammsfjörð um 8 km fyrir norðan Búðardal.

Veiðisvæðið er um 14 km frá Katlafossi til sjávar og þar er að finna 40 merkta veiðistaði, allt frá kröftugum strengjum í fallegar breiður. Þrátt fyrir að Fáskrúð sé á stórum köflum í stórgrýttu gili er hún mjög aðgengileg og fær öllum fjórhjóladrifnum bifreiðum.

Veiðiréttarhafar hafa sammælst um markvisst uppbyggingar- og ræktunarstarf í Fáskrúð með það fyrir augum að vernda stórfiskagen árinnar og auka fiskgengd.

Eina leyfilega agnið í Fáskrúð er því fluga og skylt er að sleppa öllum löxum stærri en 69 cm. Leyfilegt er að drepa einn hæng á stöng á vakt.

Veiðivörðurinn heitir Sigurður Bjarni Gilbertsson sími 844 6908.

Veiðihús Fáskrúð gps hnit: Hnit: 65° 9.742’N, 21° 41.746’W (ISN93: 373.646, 520.796)